Urriðaból Garðabæ
Urriðaból Garðabæ
Urriðaból Garðabæ

Deildarstjóri óskast í heilsuleikskólann Urriðaból

Leikskólinn Urriðaból er 12 deilda leikskóli, staðsettur á tveimum starfstöðvum, sex deildir við Kauptún 5 og sex deildir við Holtsveg 20 í fallegu og fjölbreyttu umhverfi í Urriðaholti 210 Garðabæ. Í leikskólanum dvelja börn á aldrinum 1 árs til 5 ára.

Einkunnarorð leikskólans eru: Heilbrigð sál í hraustum líkama.

Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og leggjum áherslu á jákvætt og uppbyggilegt starfsumhverfi sem er í mótun.

Við leitum að jákvæðum, stundvísum, ábyrgum og heiðarlegum starfsmanni til að ganga til liðs við metnaðarfullan starfsmannahóp leikskólans.

Nánari upplýsingar um starfið veita Ragnheiður Gunnarsdóttir, leikskólastjóri, Elsa María Gunnarsdóttir og Heiðar Örn Kristjánsson, aðstoðarleikskólastjórar í síma 570-4920 og 570-4830. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið [email protected]

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að og ber ábyrgð á uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
  •  Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
  •  Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á miðlun upplýsinga
  •  Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og að öll börn fái kennslu og umönnun við hæfi
  •  Ber ábyrgð á foreldrasamvinnu
  •  Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf kennara eða menntun sem nýtist í starfi (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Æskileg reynsla af leikskólastarfi
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
  • Vilji til að taka þátt í þróun á faglegu starfi og láta til sín taka
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
  • Lausnarmiðun
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Á Urriðabóli er full vinnustytting eða 4 klst. á viku. Hluta styttingar er safnað í vetrarfrí, páska- og jólafrí. Sérstök skráning barna er í vetrar- og jólafríi en lokað er í dymbilviku, sem og 2. janúar vegna styttingar starfsfólks
  • Leikskólinn er opinn frá kl 07:30-16:30 mánudaga til fimmtudaga en frá 07:30-16:00 á föstudögum
  • 25% stöðugildi á hverri deild vegna snemmtækrar íhlutunar
  • Heilsustyrkur
  • Viðverustefna
  • Samgöngustyrkur 
Auglýsing birt13. maí 2025
Umsóknarfrestur31. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kauptún 5
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar