Hekla
Hekla
Hekla

Ert þú með mikla þjónustulund og finnst gaman að keyra?

Við leitum að þjónustulunduðum bílstjóra til þess að starfa með okkur í Hekluteyminu.

Heklurútan er þjónusta við viðskiptavini sem koma með bílinn sinn í þjónustu til Heklu. Heklurútan keyrir viðskiptavini heim eða til vinnu (innan höfuðborgarsvæðisins) frá þjónustumóttöku við Laugaveg á meðan á þjónustu við bifreiða þeirra stendur og sækir þá ef þess er óskað þegar þjónustu er lokið.

Hjá Heklu er frábært samstarfsfólk, góð vinnuaðstaða, frábært mötuneyti og öflugt fræðslustarf

í samræmi við jafnréttisstefnu Heklu hvetjum við öll kyn til að sækja um

Gott væri að aðili geti hafið störf sem fyrst

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Akstur Heklurútunnar
  • Sendiferðir
  • önnur tilfallandi störf þegar ekki er þörf á akstri
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Bílpróf
  • Framúrskarandi samskiptarhæfni
  • Framúrskarandi þjónustulund
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Stundvísi og almenn reglusemi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Fríðindi í starfi

Hjá Heklu starfar samhentur hópur fólks. Við bjóðum upp á gott mötuneyti á Laugavegi og kost á að panta sér heitan mat í hádeginu á öðrum starfsstöðum. Íþróttastyrkur er í boði fyrir starfsfólk ásamt árlegum heilsufarsmælingum. Starfsfólk nýtur afsláttarkjara á vörum og þjónustu fyrirtækisins.

Auglýsing birt14. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Laugavegur 174A, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar