Meiraprófsbílstjóri á Akureyri
Eimskip á Akureyri leitar að þjónustuliprum og ábyrgum meiraprófsbílstjórum með aukin ökuréttindi. Um er að ræða framtíðarstörf í vaktavinnu, aðra vikuna er unnið 08:00-16:00 og hina vikuna 16:00-00:00. Möguleiki á yfirvinnu þegar svo ber undir.
Hjá Eimskip starfar úrvalshópur sem hefur gildi félagsins að leiðarljósi; árangur, samstarf og traust.
Eimskip leggur áherslu á jafnrétti, heilsu og vellíðan starfsfólks þar sem markvisst er unnið í samræmi við jafnréttisáætlun að jafnri stöðu starfsfólks óháð kyni og leitast eftir því að hafa vinnuumhverfið sem öruggast og heilsusamlegast. Í anda jafnréttisstefnu Eimskips eru öll kyn hvött til að sækja um.
-
Akstur flutningabíla, lestun og losun
-
Samskipti við viðskiptavini
-
Önnur tilfallandi störf
-
Meirapróf (CE) er skilyrði
-
Lyftarapróf er kostur
-
ADR réttindi er kostur
-
Góð íslenskukunnátta æskileg
-
Geta til að vinna undir álagi
-
Framúrskarandi þjónustulund og jákvæðni
-
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
-
Aðgangur að öflugu starfsmannafélagi sem m.a. rekur frábær orlofshús um allt land.
-
Heilsu- og hamingjupakki sem inniheldur samgöngustyrk og styrki fyrir líkamsrækt, sálfræðiþjónustu og fleira.