Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun

Þjónustufulltrúi Snæfellsjökulsþjóðgarður

Umhverfisstofnun leitar að þjónustufulltrúa í 70% starf í Snæfellsjökulsþjóðgarð. Þjóðgarðurinn rekur gestastofur á Malarrifi og Hellissandi og viðkomandi mun starfa í nýrri þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi. Megin verksvið þjónustufulltrúa er þjónusta við gesti þjóðgarðsins.

Umhverfisstofnun hefur umsjón með yfir hundrað náttúruverndarsvæðum. Eitt af okkar stærstu verkefnum í náttúruvernd er uppbygging innviða með bætt aðgengi, öryggi og verndun að leiðarljósi. Þjóðgarðurinn heyrir undir Umhverfisstofnun og mun þjónustufulltrúi vinna í teymi á sviði náttúruverndar þar sem áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu. Í boði er líflegt starf þar sem tækifæri verður til þátttöku í þróun á starfsemi gestastofa og þjóðgarðsins. Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi með framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka gesta, fræðsla og upplýsingagjöf
  • Þjónusta og afgreiðsla í gestastofum á Hellissandi og Malarrifi
  • Taka á móti hópum og sjá um leiðsögn um sýningu
  • Þátttaka í stefnumótun þjóðgarðsins og efling öryggismála
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum og þjónustulund
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Gott vald á íslensku og ensku. Frekari tungumálakunnátta er kostur
  • Reynsla af þjónustustörfum er kostur
  • Áhugi á umhverfismálum og náttúruvernd er kostur
  • Þekking á þjóðgarðinum og nærsvæði hans er kostur
Auglýsing birt12. september 2024
Umsóknarfrestur23. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Sandahraun 5, 360 Hellissandur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar