Tækjamenn
Hreinsitækni ehf óskar eftir tækjamönnum/konum með meirapróf og/eða vinnuvélaréttindi á starfsstöð í Reykjavík. Um er að ræða framtíðarstarf.
Starfssvið
- Vinna á dælubíl
- Vinna við hreinsun gatna og stíga
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Meirapróf og/eða vinnuvélaréttindi
-
Gerð er krafa um lágmarks íslenskukunnáttu
-
Hreint sakavottorð er skilyrði
-
Stundvísi og reglusemi er skilyrði
- Íslenska í töluðu og rituðumáli er skilyrði
Hreinsitækni ehf., er leiðandi fyrirtæki á sviði sópunar og þvotta á gatnakerfum og gönguleiðum. Félagið var stofnað árið 1976 og hefur starfað óslitið síðan.
Tækjafloti Hreinsitæknis er sá öflugasti sem til er á Íslandi í dag. Flotinn er mjög nýlegur og sambærilegur við það besta sem í boði er hvar sem er í heiminum. Hreinsitækni er nú komið með þá þekkingu og tæki til að geta boðið einstaklingum, fyrirtækjum, sveitar- og bæjarfélögum heildarlausnir í þjónustu á fráveitukerfum og hreinsun á gatna- og gönguleiðum.
Hjá Hreinsitækni vinnur flottur og fjölbreyttur hópur starfsmanna sem margir hverjir hafa unnið hjá okkur til fjölda ára. Vegna árstíðarbundinna verkefna þurfum við að fjölga í hópnum.
- Vinna á dælubíl. Fjölbreytt verkefni og mikil yfirvinna í boði á álagstímum.
- Vinna við að sópa og þvo götur og stíga
- Önnur tilfallandi störf
- Meirapróf og/eða vinnuvélaréttindi
- Íslenska í töluðu og rituðu máli er skilyrði
- Heilsuræktarstyrkur