Ískraft
Ískraft
Ískraft

Ískraft leitar að öflugum bílstjóra

Ískraft leitar að öflugum bílstjóra í fullt starf í verslun okkar á Höfðabakka í Reykjavík.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem öll vinnuaðstaða er til fyrirmyndar. Lögð er rík áhersla á jákvæð samskipti og samvinnu ásamt því að viðkomandi falli vel að góðri liðsheild fyrirtækisins. Við vinnum saman að því alla daga að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina.

Vinnutími er 08:00-16:30 mán-fimmtudaga og 08:00-16:00 föstudaga.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Akstur á vörum á höfuðborgarsvæðinu
  • Tínsla og frágangur á vörum í vöruhúsi
  • Umsjón, þrif og umhirða bifreiða
  • Þátttaka í umbótum á ferlum sem stuðla að sífellt betri upplifun viðskiptavina Ískrafts
  • Önnur verkefni í samráði við næsta yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Bílpróf - Meirapróf C.
  • Rík þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum og jákvæðni
  • Góð tök á Íslensku og Ensku.
  • Sjálfstæð, ábyrg, skipulögð og skjót vinnubrögð
  • Lágmarksaldur er 20 ára
Fríðindi í starfi
  • Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla.
  • Aðgangur að orlofshúsum.
  • Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur.
  • Afsláttarkjör í verslunum okkar.
Auglýsing birt13. desember 2024
Umsóknarfrestur5. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LyftaraprófPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar