BusTravel Iceland ehf.
BusTravel Iceland ehf.
BusTravel Iceland ehf.

Flotastjóri

BusTravel Iceland óskar eftir að ráða kraftmikinn, lausnamiðaðan og áreiðanlegan flotastjóra til starfa.

BusTravel Iceland er eitt öflugasta fyrirtæki landsins í skipulögðum dags- og norðurljósaferðum frá Reykjavík. Auk þess býður fyrirtækið upp á sérsniðnar ferðir fyrir hópa.

Í boði eru góð laun og næg vinna fyrir réttan aðila. Viðkomandi þarf að geta hafið störf snemma á daginn og geta unnið einhverjar helgar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á daglegri umsjón og stýringu á flota félagsins
  • Sinna starfi leiðtoga við daglegar útfærslur ferða (t.d. brottfarir, pick-ups & drop-offs)
  • Ábyrgð og eftirfylgni með viðhaldsstýringu, s.s. dekkjamál og birgðir, olíuskipti og annað reglubundið og óreglubundið viðhald
  • Aðstoð við bilanagreiningu
  • Panta og útvega varahluti
  • Utanumhald um skýrslur, reikninga o.þ.h.
  • Tímabókanir fyrir viðhald og skoðanir
  • Samvinna með verkstæði félagsins
  • Samvinna með samstarfsaðilum og birgjum félagsins er varða flota
  • Leiðsögn, samskipti og samvinna með bílstjórum og leiðsögumönnum félagsins
  • Aðkoma að ákvörðunum er varða kaup og sölu á ökutækjum fyrirtækisins
  • Umsjón og eftirfylgni með tjónamálum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leiðtoga- og skipulagshæfileikar
  • Frumkvæði og ástríða
  • Reynsla af bifvélavirkjun og bilanagreiningu er kostur
  • Próf í bifvélavirkjun er mikill kostur
  • Gilt bílpróf, meirapróf er mikill kostur
  • Færni í tölvunotkun
  • Samskiptahæfileikar
  • Stundvísi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt13. desember 2024
Umsóknarfrestur31. desember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.BifvélavirkjunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Meirapróf DPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar