
Terra hf.
Terra er líflegur og fjölbreyttur vinnustaður. Hjá félaginu starfa um 260 einstaklingar á starfsstöðvum á nokkrum stöðum á landinu. Alla daga vinnum við af dugnaði og eljusemi að því að gera góða hluti fyrir umhverfið.
Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði umhverfismála, einkum á sviði úrgangsstjórnunar og endurvinnslu. Frá 1984 hefur Terra lagt áherslu á að þjóna fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt þar sem tekið er fullt tillit til aðstæðna á hverjum stað og mismunandi þarfa viðskiptavina. Lögð er áhersla á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Við leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og jákvæðum og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.

Sumarvinna - Höfuðborgarsvæðið
Við hjá Terra viljum stækka hópinn okkar fyrir annasamt sumar sem er framundan. Við erum að leita af starfsfólki í ýmis störf, eins og hlaupara í sorphirðu, lagerstörf og verkamenn.
Störfin geta verið bæði innandyra og utandyra þannig ef þú vilt vinna meðal annars úti og vera í góðri hreyfingu, þá gæti þetta verið eitthvað fyrir þig.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fer eftir starfi en getur verið að sinna losun á úrgang hjá viðskiptavinum, sinna merkingum á gámum eða vinna við móttöku, flokkun og meðhöndlun spilliefna og annarra úrgangsefna, ásamt ýmsum öðrum verkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Jákvæðni og þjónustulund
- Góðir samskiptahæfileikar
- Stundvísi
- Metnaður og hvati til þess að standa sig vel í starfi
- Góð íslensku- eða enskukunnátta
Auglýsing birt7. maí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Berghella 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Múrari / Mason and Tiler Wanted
Íslenskir Múrverktakar ehf.

Fagmannaverslun: Liðsauki í timburafgreiðslu
Húsasmiðjan

Starfsmaður í Viðey dagþjálfun - Laugarás
Hrafnista

Factory cleaning
Dictum

Verkamaður í byggingarvinnu
TILDRA Byggingafélag ehf.

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir starfsfólki í Frístund
Urriðaholtsskóli

Bifvélavirki óskast / Mechanic wanted.
Icerental4x4

Hlutastarf á Selfossi
Lyfjaval

Sumarstarfsfólk óskast á Grundartanga
HRT þjónusta ehf.

SELFOSS - ALMENN STÖRF
Mjólkursamsalan

Merkingar á vörum og fatnaði - Sumarstarf/framtíðarstarf
Fotomax

Hlutastarf starf í mötuneyti
Ráðlagður Dagskammtur