
Terra hf.
Terra er líflegur og fjölbreyttur vinnustaður. Hjá félaginu starfa um 260 einstaklingar á starfsstöðvum á nokkrum stöðum á landinu. Alla daga vinnum við af dugnaði og eljusemi að því að gera góða hluti fyrir umhverfið.
Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði umhverfismála, einkum á sviði úrgangsstjórnunar og endurvinnslu. Frá 1984 hefur Terra lagt áherslu á að þjóna fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt þar sem tekið er fullt tillit til aðstæðna á hverjum stað og mismunandi þarfa viðskiptavina. Lögð er áhersla á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Við leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og jákvæðum og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.

Vilt þú smíða framtíðina með okkur - Verkstjóri í stálsmíði
Við leitum að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi til starfa sem verkstjóri í birgðadeild Terra, nánar tiltekið við stálsmíðaverkstæði og sandblástursþjónustu.
Um er að ræða nýtt og spennandi starf þar sem lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, fagmennsku og framúrskarandi samskiptahæfni.
Starfið býður jafnframt upp á gott tækifæri til að hafa áhrif og taka virkan þátt í mótun nýrrar og öflugrar starfseiningar innan fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og skipulag daglegra verkefna á stálsmíðaverkstæði og í sandblæstri
- Verkefnastýring og eftirfylgni með rafrænum verkbeiðnum
- Samskipti við samstarfsfólk og aðrar deildir innan Terra vegna viðgerða, viðhalds og sérsmíði á stálílátum
- Önnur stálsmíðaverkefni t.d. fyrir dótturfélög Terra og sérverkefni fyrir viðskiptavini
- Þátttaka í umbótaverkefnum og þróun vinnuferla
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í stálsmíði, rennismíði eða vélvirkjun er skilyrði. Meistarapróf er mikill kostur
- Reynsla af sandblæstri er kostur
- Góð tölvukunnátta
- Jákvæðni og þjónustulund
- Leiðtogahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð samskiptahæfni og skipulagshæfileikar
- Frumkvæði og metnaður í að ná árangri
- Íslenska- og/eða enskukunnátta
Auglýsing birt15. maí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Berghella 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiMeirapróf CÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður á breytingaverkstæði
Arctic Trucks Ísland ehf.

Viðhald og eftirlit með tækjum og búnaði
Vegagerðin

Bifvélavirki / vélvirki óskast - Car mechanic
Íslenska gámafélagið

Vélstjóri/vélfræðingur/vélvirki/
Matfugl

Rafvirki
Blikkás ehf

Blikksmiður, vélvirki eða stálsmiður
Blikkás ehf

Vélstjóri / vélvirki / iðnfræðingur í fullt starf
Akraborg ehf.

Lagerstarf
GA Smíðajárn

Bifvélavirki / Mechanic - Summer job (May - Oct)
Lotus Car Rental ehf.

Hellulagnir
Fagurverk

Uppsetningarmaður
Casalísa

Hlauparar - Terra Akureyri - sumarvinna
Terra hf.