
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu.
Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu.
Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín.
Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Sumarstarf í innkaupastýringu - Heilsugæsla höfuðborgarsvæði
Ertu skipulagður einstaklingur í leit að sumarstarfi?
Við hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins leitum að nákvæmum og drífandi einstaklingi til starfa á skrifstofu stofnunarinnar. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á lagerstörfum, skipulagningu og tiltekt en starfið felur í innkaup, lagerumsjón, pökkun og annað sem til fellur. Æskilegt er að hefja störf 1. júní nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn lagerstörf
- Afgreiðsla pantana til starfsstöðva
- Innkaup
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Lágmarksaldur 18 ára
- Skipulagshæfni og vandvirkni
- Rík þjónustulund og sjálfstæði í starfi
- Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Reynsla af lagerstörfum kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Íslenskukunnátta skilyrði
Auglýsing birt5. maí 2025
Umsóknarfrestur12. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Álfabakki 16, 109 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniLagerstörfMannleg samskiptiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStundvísiSveigjanleikiVandvirkniÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Fjölbreytt sumarstarf í heildverslun
Ísól ehf

Górilla Vöruhús leitar að bílstjóra í framtíðarstarf 🥳
GÓRILLA VÖRUHÚS

Þjónustufulltrúi - sumar
DHL Express Iceland ehf

Starfsmaður í Vöruhús - Sumarstarf/Hlutastarf
Raftækjalagerinn

STARFSMAÐUR Í VÖRUHÚSI
Bako Verslunartækni

Sumarstarf á Akureyri
Þór hf

Lager/Sala
Hitatækni ehf

Starf á lager í ELKO Lindum
ELKO

Útkeyrsla og lager
Ofar

Þjónustufulltrúi á skrifstofu á Djúpavogi
Stjórnsýslu-og fjármálasvið

Lagerstjóri
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða

Framtíðarstarf á lager (verkstæði) og við útkeyrslu.
NormX