Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarf fyrir hjúkrunarnema- vertu með í teymi Reykjavíkurborgar!

Viltu öðlast raunverulega reynslu í hjúkrun, vinna sjálfstætt og hafa áhrif á líf fólks á sama tíma?

Heimahjúkrun Reykjavíkurborgar leitar að hjúkrunarnemum sem vilja taka skrefið og starfa við fjölbreytt og gefandi starf í sumar. Starfshlutfall er eftir samkomulagi.

Hjá Reykjavíkurborg leggjum við áherslu á faglegt bakland, góða leiðsögn og tækifæri til þess að vaxa í starfi þar sem þú ert hluti af samhentu og öflugu teymi. Auk þess býður starfið þér upp á sjálfstæði í verkefnum og rými til að nýta þína faglegu nálgun.

Dagarnir eru ólíkir og innihaldsríkir þar sem þú ert á ferð um borgina. Þú kynnist fjölbreyttum hópum íbúa og upplifir hversu mikilvæg þín nærvera og þjónusta skiptir máli fyrir daglegt líf íbúa.

Starfsfólk keyrir á bíl á vegum Reykjavíkurborgar á vinnutíma, sem gerir þér auðvelt að halda góðu flæði þegar þú flakkar á milli heimila.

Möguleiki er að vinna í nálægð við þitt hverfi. Við höfum sterk teymi um alla borg.

Um er að ræða vaktavinnu, dag-, kvöld- og helgarvaktir.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Sameyki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfað er eftir hugmyndafræði heimahjúkrunar og gæðastefnu velferðarsviðs
  • Einstaklingsmiðuð hjúkrun heim til skjólstæðinga
  • Sérhæfð hjúkrun og önnur verkefni í samræmi við nám og verklag
  • Skráning í rafræn sjúkraskrárkerfi
  • Virk þátttaka í endurhæfingu og stuðningi við íbúa
  • Fagleg samskipti og skráning hjúkrunar
  • Þátttaka í teymisvinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Nemi í hjúkrunarfræði (hafa lokið 1.-3. ári)
  • Geta unnið í teymi og góð samskiptahæfni
  • Geta tileinkað sér nýja tækni og skráningu. Þekking á Sögu sjúkraskrárkerfi er kostur
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Faglegur metnaður og frumkvæði
  • Stundvísi
  • Ökuréttindi
  • Íslenskukunnátta (B1 skv. evrópska tungumálarammanum)
  • Hreint sakavottorð skv. lögum og reglum Reykjavíkurborgar 
Auglýsing birt30. janúar 2026
Umsóknarfrestur24. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hraunbær 19, 110 Reykjavík
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar