Heilsugæslan Salahverfi
Heilsugæslan Salahverfi
Heilsugæslan Salahverfi

Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Salahverfi

Heilsugæslan Salahverfi auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Heilsugæslan er einkarekin stöð þar sem ríkir góður starfsandi og góð samvinna milli starfsstétta.

Helstu verkefni og ábyrgð

Heilsuvernd skólabarna, ung- og smábarnavernd, almenn hjúkrunarmóttaka.

 

Skólahjúkrunarfræðingur sinnir heilsuvernd nemenda, fræðslu og viðtölum. Auk þess sinnir hann öðrum viðfangsefnum sem upp kunna að koma, í samstarfi við starfsfólk skólans.

 

Starfssvið hjúkrunarmóttöku er fjölbreytt og nær m.a. yfir bráðaþjónustu, sárameðferð, ferðamannaheilsuvernd, símaráðgjöf, lyfjagjafir ásamt ýmsum rannsóknum.

 

Hjúkrunarfræðingur í ung- og smábarnavernd vinnur að því að efla heilsu, vellíðan og þroska barna með reglulegum heilsufarsskoðunum ásamt því að veita fjölskyldum þeirra stuðning og fræðslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

·        Íslenskt hjúkrunarleyfi

·        Reynsla af heilsugæsluhjúkrun er æskileg

·        Sjálfstæði í starfi og frumkvæði

·        Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð

·        Góð samskiptahæfni og sveigjanleiki

·        Íslenskukunnátta

·        Góð almenn tölvukunnátta

Auglýsing birt28. janúar 2026
Umsóknarfrestur10. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Salavegur 2, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar