Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Stuðningsfulltrúi við Nesskóla

Í skólanum eru um 200 börn í 1. - 10. bekk. Kennt er í anda Byrjendalæsis og Orði of orði og áhersla lögð á fjölbreytta kennsluhætti samkvæmt aðferðum leiðsagnarnáms. Leitað er að einstakling með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við kennara, foreldra og stjórnendur skólans.

Skólastarf Nesskóla miðast að því að efla hvern einstakling í námi og starfi með fjölbreyttum kennsluaðferðum með áherslu á list- og verkgreinar. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.nesskoli.is

Neskaupstaður er í Fjarðabyggðar þar sem góðar samgöngur liggja til allra átta. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingamöguleika.

Um er að ræða 70 - 80% starf sem felur í sér stuðning við fatlaða nemendur á yngsta stigi og miðstigi. Starfið felst í að aðstoða nemendur við námið og daglegar þarfir.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfið felur í sér stuðning við nemendur sem þurfa á verulegri aðstoð eða gæslu að halda í daglegu lífi vegna fötlunar.
  • Nemendurnir þurfa viðvarandi þjónustu/stuðning frá starfsmanni allan þann tíma sem þeir dvelja í skólanum.
  • Stuðningsfulltrúi starfar undir stjórn deildarstjóra sérkennslu í samvinnu við stoðþjónustu Fjarðabyggðar og bekkjarkennara hverju sinni og er til aðstoðar við nemendur inni í bekk og í öðru skólastarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð menntun sem nýtist í starfi er æskileg.
  • Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Góðir skipulagshæfileikar.
  • Ábyrgð og stundvísi.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og framkomu.
  • Reiðubúin/n að takast á við nýjungar.
Auglýsing stofnuð8. maí 2024
Umsóknarfrestur19. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Skólavegur 9, 740 Neskaupstaður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar