Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Leikskólakennari við leikskólann Kærabæ

Kæribær er tveggja deilda skóli með um 40 nemendur og er opinn frá kl. 7:45 til 16:15. Skólinn er skipaður góðu og metnaðarfullu starfsfólki. Skólinn er staðsettur í skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar þar sem er ásamt leikskóla, tónlistarskóli, grunnskóli, bókasafn og mötuneyti. Mikið og gott samstarf er á milli stofnanana. Kæribær vinnur samkvæmt uppeldisaðferðinni Uppeldi til ábyrgðar ásamt því að styrkja innleiðingu nemendalýðræðis. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna.
  • Að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs.
  • Að taka þátt í foreldrasamstarfi í samráði við deildarstjóra/skólastjórnendur.
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsleyfi sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn).
  • Góð íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
  • Reynsla af uppeldis og kennslustörfum æskileg.
  • Jákvæðni og góð færni í samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Ábyrgð og stundvísi.
Fríðindi í starfi
  • Starfsmenn fá greitt fyrir að matast með börnum.
  • Vinnutímastytting er hægt að taka út vikulega, mánaðarlega eða safna í lengri frí.
  • Sex skipulagsdagar eru á ári.
Auglýsing stofnuð8. maí 2024
Umsóknarfrestur30. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hlíðargata 56, 750 Fáskrúðsfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar