Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Sérkennari í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar óskar eftir að ráða sérkennara við skólann. Við leitum að sérkennara með starfshæfni á öllum stigum skólans.

Í skólanum er rúmlega 100 börn í 1.-10.bekk. Kennt er í anda Byrjendalæsis og áhersla á fjölbreytta kennsluhætti. Leitað er að kennurum sem eru reiðubúnir til að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks þar sem áherslan er lögð á samstarf og samvinnu.

Fáskrúðsfjörður er einn af byggðarkjörnum Fjarðabyggðar. Það er góður leik- og Grunnskóli og ríkir gott samstarf þar á milli. Í Fjarðabyggð er öflugt íþrótta- og tómstundastarf og ókeypis samgöngur innan Fjarðabyggðar. Stutt er í ósnorta náttúru sem og fjölbreytta afþreyingamöguleika. Á Fáskrúðsfirði er eina inni sundlaug Fjarðabyggðar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kennir nemendum sem þurfa sérkennslu í bekk eða utan hans.
  • Tekur þátt í undirbúningi tilvísana.
  • Starfar í fagteymum sem skipulögð eru af skólastjórnendum.
  • Situr í nemendaverndarráði eftir því sem við á og situr kennarafundi, árgangafundi og aðra þá fundi sem skólastjórn ætlast til að hann taki þátt í.
  • Situr skilafundi með sérfræðingum eftir því sem við á
Fríðindi í starfi
  • Réttindi til sérkennslu í Grunnskóla
  • Góð tök á íslensku máli, rituðu og skrifuðu
  • Hreint sakavottorð
  • Frumkvæði, sjálfstæði og góða samskiptahæfni.
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi
Auglýsing stofnuð8. maí 2024
Umsóknarfrestur22. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Hlíðargata 56, 750 Fáskrúðsfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar