Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Íþróttakennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar

Grunnskóli Reyðarfjarðar óskar eftir að ráða íþróttakennara fyrir skólaárið 2024-2025. Viðkomandi þarf að geta kennt bæði sund og íþróttir.

Í skólanum eru um 200 börn í 1. - 10. bekk. Kennt er í anda Byrjendalæsis og Orði of orði og áhersla lögð á fjölbreytta kennsluhætti samkvæmt aðferðum leiðsagnarnáms. Leitað er að kennurum sem eru reiðubúnir til að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks þar sem áherslan er lögð á samstarf og samvinnu.

Skólastarf Grunnskóla Reyðarfjarðar miðast að því að efla hvern einstakling í námi og starfi með fjölbreyttum kennsluaðferðum með áherslu á list- og verkgreinar. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.grunnrey.is

Reyðarfjörður er í hjarta Fjarðabyggðar þar sem góðar samgöngur liggja til allra átta. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingamöguleika.

Ráðið er í starfið frá og með 1. ágúst 2024.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tekur þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélagsins.
  • Annast kennslu samkvæmt megin markmiðum Aðalnámskrá grunnskólanna með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Starfar með öðrum kennurum og sérfræðingum skólans og veitir upplýsingar um námsgengi einstakra nemenda.
  • Að hafa hagsmuni nemenda að leiðarljósi og sýna hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi, starfsreynsla er æskileg.
  • Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu.
  • Samskipta- og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og faglegur metnaður.
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
  • Skipulagshæfileikar.
  • Reiðubúin/n að takast á við nýjungar.
Auglýsing stofnuð8. maí 2024
Umsóknarfrestur25. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Heiðarvegur 14A, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar