Störf á veiðieftirlitssviði Fiskistofu í Neskaupsstað
Fiskistofa óskar eftir að ráða 2 starfsmenn í eftirlit á veiðieftirlitssvið í Neskaupsstað
· Eftirlit á sjó: Eftirlitsferðir með skipum af öllum stærðum og gerðum sem leyfi hafa til veiða í efnahagslögsögunni, þar á meðal ein til tvær sjóferðir á vinnsluskipum á ári. Í eftirlitsferðum á sjó er meðal annars fylgst með brottkasti, framkvæmdar lengdarmælingar á fiski og öðrum sjávarlífverum. Fylgt eftir skráningu í afladagbók og tillögur gerðar um lokanir veiðisvæða.
· Eftirlit í landi: Eftirlit með löndun og vigtun afla á hafnarvog og hjá vigtunarleyfishöfum. Lengdarmælingar og skráning gagna. Úttekt á afurðum vinnsluskipa ásamt stjórnun fjarstýrðra loftfara.
· Skrifstofustörf: Skýrslugerð, skráning gagna og vinnsla upplýsinga vegna brotamála.
· Önnur verkefni á starfssviði eftirlitsins eru meðal annars verkefni í lax og silungsveiði í sjó og malartekju í veiðivötnum
· Menntun sem nýtist í starfi.
· Haldgóð reynsla og þekking á sjávarútvegi.
· Þekking á sjómennsku kostur.
· Góð tölvukunnátta og færni í gagnagreiningu.
· Góð íslenskukunnátta.
· Góð enskukunnátta.
· Greiningarhæfni, nákvæmni og fagmennska.
· Framúrskarandi samskiptahæfni og hæfni í teymisvinnu.
· Líkamleg og andleg geta til að sinna fjölbreyttum verkefnum.
· Hreint sakavottorð.