

Starfsmaður í steypuþjónustu
Jarðboranir leita að starfsmanni í steypuþjónustu við borframkvæmdir. Um er að ræða krefjandi og spennandi starf á framkvæmdasvæðum við djúpboranir eftir jarðhita.
Helstu verkefni steypuþjónustu er að sinna steypingum í borholur, s.s. fóðringarsteypingar og lekasteypingar. Viðhald steyputækja og tengdum búnaði auk flutnings tækja og búnaðar. Við leitum að traustum, metnaðarfullum aðila sem getur starfað undir álagi á borstað. Starfsstöð steypuþjónustu er á Þjónustustöð Jarðborana í Hafnarfirði. Viðkomandi þarf að geta staðið bakvaktir.
· Reynsla af viðhaldi stórra vinnuvéla
· Sveinspróf í bifvélavirkjun eða vélvirkjun æskilegt
· Vinnuvélaréttindi æskileg
· Góð samskiptahæfni og hæfni til að vinna í krefjandi starfsumhverfi
· Sjálfstæð, traust og vönduð vinnubrögð











