Lýsi
Lýsi
Lýsi

Starfsmaður í pökkun

Lýsi leitar að vélavönum starfsmanni í pökkun

Um er að ræða starf í pökkun neytendavara þar sem keyrðar eru þrjár pökkunarlínur, flöskuáfylling fyrir fljótandi lýsi, töflu/hylkjaáfylling í glös og álþynnupökkun fyrir hylki og töflur.

Sem starfsmaður í pökkun gegnir þú mikilvægu hlutverki í framleiðsluferli okkar. Þú ásamt pökkunarteyminu sérð til þess að vörum okkar sé pakkað rétt og samkvæmt gæðastöðlum.

Við bjóðum upp á jákvætt og vinalegt vinnuumhverfi þar sem samstarfsfólk er tilbúið að aðstoða.

Áhugasöm eru hvött til að sækja um hér á Alfreð.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stilling og uppsetning á tækjasamstæðum
  • Einfalt viðhald og umhirða á búnaði
  • Keyrsla pökkunarlína
  • Vöktun og eftirlit með framleiðslu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Tæknimenntun eða reynsla sem nýtist í starfi er æskileg
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Nákvæmni og hafa auga fyrir smáatriðum
  • Jákvæðni og sveigjanleiki
Fríðindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Hjólageymsla
  • Sturtuaðstaða
  • Starfsmannafélag
Auglýsing birt10. október 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Grunnfærni
Staðsetning
Fiskislóð 5-9, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar