

Starfsmaður í mötuneyti ÁTVR
ÁTVR óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti. Við leitum að jákvæðum, glaðlyndum og þjónustuliprum einstaklingi sem er tilbúinn að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu.
Mötuneyti ÁTVR er staðsett að Stuðlahálsi 2.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Framreiðsla á morgun- og hádegismat
- Aðstoð við matreiðslu
- Áfyllingar og afgreiðsla í matsal
- Uppvask og frágangur á leirtaui
Hæfnikröfur
- Liðurð í þjónustu
- Hreinlæti og snyrtimennska
- Gott viðmót og hæfni í mannlegum samskipum
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Starfshlutfall er 69,4%.
Vinnutími er alla virka daga frá kl. 9:00-14:00.
Sakavottorðs er krafist.
Umsóknarfrestur er til og með 24. október nk. Öll áhugasöm eru hvött til að sækja um starfið á vinbudin.is. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Snorradóttir – [email protected] – 560 7700.
ÁTVR rekur 50 Vínbúðir um allt land. Stefna ÁTVR er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar.
Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð.
Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af þessum gildum.











