Suðurnesjabær
Suðurnesjabær

Starfsmaður í Gerðaskóla

Vilt þú taka þátt í uppbyggingu á ört stækkandi sveitarfélagi á Suðurnesjum?

Leitað er að jákvæðum og drífandi einstaklingi í starf starfsmanns grunnskóla með stuðning í Gerðaskóla. Ráðið er í starf frá 1.ágúst 2024

Gerðaskóli er 250 nemenda heilsueflandi grunnskóli sem vinnur eftir stefnunni Jákvæður agi með það að markmiði að allir fái tækifæri til að vera besta útgáfan af sjálfum sér í leik og starfi. Í skólanum starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn sem leggja áherslu á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.

Húsnæði skólans er rúmgott og skólalóðin stór og skemmtileg til útivistar. Tónlistarskólinn er með aðstöðu í tónmenntastofu í skólanum og er frístundaskólinn einnig starfræktur innan veggja hans.

Gildi Gerðaskóla er virðing, ábyrgð, árangur og ánægja

Nánari upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðunni www.gerdaskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Efla sjálfstæði nemenda í færni, námi og félagslegum aðstæðum
  • Aðstoða nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi
  • Vinna eftir áætlun sem bekkjarkennari hefur útbúið sjálfur eða útbúið í samráði við umsjónarmann skólaþjónustu, sálfræðing eða annan ráðgjafa
  • Aðstoða nemendur að ná settum markmiðum samkvæmt aðalnámskrá og/eða einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara
  • Aðlaga verkefni að getu nemenda undir leiðsögn og samkvæmt leiðbeiningum kennara
  • Aðstoða nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögðum
  • Styrkja jákvæða hegðun og framkomu nemenda
  • Fylgjast með og leiðbeina um rétta líkamsbeitingu nemenda, notkun skrif færa og svo framvegis
  • Aðstoða nemendur við að klæðast, matast og við athafnir daglegs lífs ef þörf krefur
  • Styðja og styrkja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu
  • Fylgja einum eða fleiri nemendum á ferðum þeirra um skólann, í frímínútum og vettvangsferðum og aðstoða þá eftir þörfum
  • Sinna öðrum nemendum í bekknum t.d. ef kennarinn er að sinna nemanda með sérþarfir og til þess að draga úr sérstöðu nemenda með sérþarfir
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stuðningsfulltrúanám eða annað styttra nám á framhaldsskólastigi kostur
  • Reynsla úr sambærilegu starfi
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfileikar
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfileikar
  • Almenn tölvukunnátta
Auglýsing stofnuð2. maí 2024
Umsóknarfrestur19. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Skólastræti 1, 245 Sandgerði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar