Suðurnesjabær
Suðurnesjabær

Starfsmaður í Sandgerðisskóla

Vilt þú taka þátt í uppbyggingu á ört stækkandi sveitarfélagi á Suðurnesjum?

Leitað er að jákvæðum og drífandi einstaklingi í starf starfsmanns grunnskóla með stuðning í Sandgerðisskóla. Ráðið er í starf frá 1.ágúst 2024

Sandgerðisskóli er vel búinn, heildstæður fjölmenningarlegur grunnskóli með um 320 nemendur og við skólann starfar samheldinn hópur metnaðarfullra starfsmanna. Áhersla er lögð á náið samstarf er við Leikskólann Sólborg, félagsmiðstöðina Skýjaborg og Tónlistarskóla Sandgerðis.

Gildi skólans eru; vöxtur – virðing – vilji – vinátta.

Skólinn er heilsueflandi grunnskóli sem vinnur eftir stefnu Uppeldis til ábyrgðar með það að markmiði að allir fái tækifæri til að vera besta útgáfan af sjálfum sér í leik og starfi. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans, www.sandgerdisskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Efla sjálfstæði nemenda í færni, námi og félagslegum aðstæðum
  • Aðstoða nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi
  • Vinna eftir áætlun sem bekkjarkennari hefur útbúið sjálfur eða útbúið í samráði við umsjónarmann skólaþjónustu, sálfræðing eða annan ráðgjafa
  • Aðstoða nemendur að ná settum markmiðum samkvæmt aðalnámskrá og/eða einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara
  • Aðlaga verkefni að getu nemenda undir leiðsögn og samkvæmt leiðbeiningum kennara
  • Aðstoða nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögðum
  • Styrkja jákvæða hegðun og framkomu nemenda
  • Fylgjast með og leiðbeina um rétta líkamsbeitingu nemenda, notkun skrif færa og svo framvegis
  • Aðstoða nemendur við að klæðast, matast og við athafnir daglegs lífs ef þörf krefur
  • Styðja og styrkja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu
  • Fylgja einum eða fleiri nemendum á ferðum þeirra um skólann, í frímínútum og vettvangsferðum og aðstoða þá eftir þörfum
  • Sinna öðrum nemendum í bekknum t.d. ef kennarinn er að sinna nemanda með sérþarfir og til þess að draga úr sérstöðu nemenda með sérþarfir
     
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stuðningsfulltrúanám eða annað styttra nám á framhaldsskólastigi kostur
  • Reynsla úr sambærilegu starfi
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfileikar
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfileikar
  • Almenn tölvukunnátta
Auglýsing stofnuð2. maí 2024
Umsóknarfrestur19. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Skólastræti 1, 245 Sandgerði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar