Kópasteinn
Kópasteinn
Kópasteinn

Þroskaþjálfi eða leikskólasérkennari óskast á Kópastein

Ert þú ábyrgur, jákvæður og sjálfstæður þroskaþjálfi / leikskólasérkennari sem hefur gaman af nýjum áskorunum? Þá gætum við verið að leita að þér.

Leikskólinn Kópasteinn er 5 deilda leikskóli í tveimur húsum með 98 börn börn á aldrinum 1 - 5 ára. Við leitum að þroskaþjálfa / leikskólasérkennara sem er til í að taka þátt í spennandi uppbyggingu með okkur.

Áherslur í starfinu er á frjálsan leik í allri sinni fjölbreyttni, lífleikni, tónlist og málrækt. Í Kópasteini er góður starfsandi og gott hlutfall fagmenntaðs starfsfólks.

Einkunnarorð skólans eru gaman saman sem endurspeglar starfið okkar.

Heimasíða leikskólans er kopasteinn.kopavogur.is.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfið felur í sér stuðning við barn með þroskafrávik.
  • Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og teymisvinnu.
  • Unnið er samkvæmt skóla án aðgreiningar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þroskaþjálfi eða leikskólakennari.
  • Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Reynsla af skipulagningu sérkennslu og þjálfunar.
  • Góð íslenskukunáttta er skilyrði.
  • Ef ekki fæst þroskaþjálfi eða leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun.
Auglýsing stofnuð8. maí 2024
Umsóknarfrestur27. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Hábraut 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar