Garðabær
Garðabær
Garðabær

Umsjónarmaður frístundaheimilis Flataskóla

Flataskóli auglýsir laust starf umsjónarmanns frístundaheimilisins Krakkakots. Um er að ræða fullt starf frá og með 1. ágúst nk.

Í Krakkakoti fer fram frístundastarf fyrir nemendur í 1.-4. bekk að lokinni kennslu dag hvern og þar dvelja liðlega 80 börn alla daga vikunnar í lengdri viðveru. Leitað er að kraftmiklum, hugmyndaríkum og sveigjanlegum starfsmanni sem er tilbúinn takast á við fjölbreytt og skemmtilegt verkefni við að leiða starfið í frístundaheimilinu Krakkakoti. Krakkakot mun næsta vetur verða á nýjum stað í húsnæði okkar í Flataskóla og því hefur nýr umsjónarmaður ríkulegt tækifæri til að byggja upp öflugt starf í hlýlegu umhverfi.

Flataskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ sem hefur í meira en 60 ár annast kennslu barna á aldrinum 4-12 ára. Í skólanum starfa um 300 nemendur og um 60 starfsmenn.

Flataskóli er réttindaskóli Unicef og þar er ýtt undir seiglu, sjálfstæði, skapandi hugsun, sjálfstjórn og samkennd nemenda og starfsfólks. Námið í skólanum er áhugavert, gerðar eru skýrar væntingar til nemenda og öllum gert kleift að vaxa. Þar er unnið af miklum metnaði og áhersla lögð á leiðsagnarnám, kærleiksrík samskipti, og góðan árangur. Í skólanum eru persónuleg samskipti milli nemenda, starfsfólks og foreldra. Samvinna er mikil og góð á milli allra þeirra sem starfa í skólasamfélaginu. Í skólanum ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.flataskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Skipulagning og umsjón með faglegu starfi og daglegum rekstri frístundaheimilisins.
 • Samskipti og samstarf við skólann, félög og aðra þá sem bjóða upp á frístundastarf fyrir börn.
 • Verkstjórn og umsjón með starfsfólki frístundaheimilisins.
 • Samstarf og samskipti við foreldra og starfsfólk skólans.
 • Upplýsinga- og kynningarstarf.
 • Vinna með grunnskólanum að réttindaskólaverkefni Unicef.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Háskólamenntun sem tengist starfinu, t.d. í tómstunda- og félagsmálafræði eða sambærileg menntun.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi, jákvæðni, frumkvæði og framtakssemi.
 • Reynsla af starfi með börnum.
 • Almenn tölvukunnátta auk skipulags- og stjórnunarhæfileika.
 • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Hlunnindi
 • Heilsuræktarstyrkur fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
 • Bókasafnskort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
 • Menningarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
 • Sundlaugarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
Auglýsing stofnuð3. maí 2024
Umsóknarfrestur21. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar