Suðurnesjabær
Suðurnesjabær

Skólaliði í Sandgerðisskóla

Vilt þú taka þátt í uppbyggingu á ört stækkandi sveitarfélagi á Suðurnesjum?

Leitað er að kraftmiklum og hressum einstaklingi í starf skólaliða í Sandgerðisskóla. Um er að ræða 100% starf frá 1.ágúst 2024

Sandgerðisskóli er vel búinn, heildstæður fjölmenningarlegur grunnskóli með um 320 nemendur og við skólann starfar samheldinn hópur metnaðarfullra starfsmanna. Áhersla er lögð á náið samstarf er við Leikskólann Sólborg, félagsmiðstöðina Skýjaborg og Tónlistarskóla Sandgerðis.

Gildi skólans eru; vöxtur – virðing – vilji – vinátta.

Skólinn er heilsueflandi grunnskóli sem vinnur eftir stefnu Uppeldis til ábyrgðar með það að markmiði að allir fái tækifæri til að vera besta útgáfan af sjálfum sér í leik og starfi. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans, www.sandgerdisskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Taka á móti nemendum í upphafi skóladags og líta eftir þeim í lok skóladags
  • Sinnir gangavörslu og fylgist með nemendum í frímínútum úti og inni, á göngum
  • Leiðbeina nemendum í samskiptum, reynir að sætta deilur og gætir þess að skólareglur séu virtar
  • Aðstoðar nemendur ef með þarf við að ganga frá fatnaði sínum
  • Sér um þrif og daglegar ræstingar skv. verkáætlunum, heldur húsnæði og lóð skólans hreinni og snyrtilegri
  • Sinnir alþrifum á húsnæði skólans við skólabyrjun og skólalok
  • Gera húsverði viðvart um um bilanir og ef efni eða áhöld vantar til ræstinga
  • Aðstoðar nemendur á mataríma í matsal og við framreiðslu matar
  • Umsjón með fötum og öðrum munum sem lenda í óskilum
  • Aðstoðar við uppröðun og tilfærslu á húsgögnum og búnaði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla úr sambærilegu starfi eða menntun sem nýtist í starfi
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfileikar
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfileikar
  • Almenn tölvukunnátta
Auglýsing stofnuð2. maí 2024
Umsóknarfrestur19. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Skólastræti 1, 245 Sandgerði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar