Frístundamiðstöðin Tjörnin
Frístundamiðstöðin Tjörnin
Frístundamiðstöðin Tjörnin

Skemmtileg sumarstörf í boði á frístundaheimilum Tjarnarinna

Yfir sumartímann starfrækir skóla- og frístundasvið sumarfrístund á frístundaheimilum borgarinnar. Sumarfrístund er opin virka daga frá kl. 8.30 – 16.30 yfir opnunartíma frístundaheimila. Sumarfrístund er opin frá 10.júní-5.júlí, frá 8. júlí-2. ágúst er lokað vegna sumarleyfa og opnað er aftur frá 6.-20. ágúst. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf eigi síðar en 6. júní og geta starfað bæði fyrir og eftir sumarlokun. Umsækjendur þurfa að hafa náð að lágmarki 18 ára aldri.
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar leggur áherslu á starfsþróun og vellíðan starfsfólks.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn.
  • Leiðbeina börnum í leik og starfi.
  • Samráð og samvinna við börn og starfsfólk.
  • Mikil útivera, sundferðir, vettgvangsferðir, leikir og almenn gleði yfir sumartímann.
Hæfniskröfur
  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Áhugi á að vinna með börnum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði.
  • Færni í samskiptum.
  • Vilji til að leika sér og vera góður og traustur samstarfsfélagi.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Lágmark 18 ára aldur.
Í boði eru 100% störf frá 6. júní til 20. ágúst. Sumarfrístund lokar frá 8. júlí – 5. ágúst og er því frí í fjórar vikur yfir sumarið.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sameykis.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Steinunn Th. Gretarsdóttir, deildarstjóri barnastarfs Tjarnarinnar en senda má póst á Steinunn.Th.Gretarsdottir@reykjavik.is til að fá frekari upplýsingar um starfið.
Auglýsing stofnuð7. maí 2024
Umsóknarfrestur19. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Frostaskjól 2, 107 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar