

Starfsmaður í eignaumsýslu - Tímabundin afleysing vegna fæðingarorlofs
Óskað er eftir öflugum starfsmanni í eignumsýslu hjúkrunarheimilanna Eirar, Skjóls og Hamra. Starfið felur í sér að sinna ýmsum beiðnum sem viðkemur viðhaldi og daglegum rekstri stofnunarinnar. Mikið af fjölbreyttum verkefnum í lifandi byggingum Eirar og tengdum félögum.
Um tímabundna afleysingu vegna fæðingarorlofs er að ræða.
Ráðningartímabil er 1. október 2025 - 28. febrúar 2026.
Starfshlutfall er eftir samkomulagi.
- Sinnir ýmsum verkbeiðnum sem viðkemur viðhaldi og daglegum rekstri.
- Umhirða, umsjón og almennt viðhald eigna, bílastæða og lóða.
- Fjarlægir rusl og lín af deildum.
- Þrif á húsgögnum og fleira.
- Matarsendingar.
- Sendast með sýni til rannsóknar.
- Sendast eftir vörum til viðhalds og fleira.
- Sinnir öðrum sérverkefnum sem næsti yfirmaður eða stjórnandi felur honum og eðlilegt getur talist að rúmist innan verksviðs hans.
- Iðnmenntun sem nýtist í starfi og/eða mikil reynsla af viðhaldi eigna
- Góð íslenskukunnátta
- Jákvæðni, greiningarhæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Stundvísi
- Bílpróf
- Hreint sakavottorð skilyrði
- Skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi verkefni
- 36 stunda vinnuviku
Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2025. Við hvetjum öll áhugasöm sem uppfylla ofangreindar hæfnikröfur til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðmundur Kristinn Árnason, Deildarstjóri eignaumsýslu, í síma 522-5789 eða [email protected]
Eir, Hamrar og Skjól hjúkrunarheimili hafa hlotið jafnlaunavottun í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85.












