KAPP ehf
KAPP ehf
KAPP ehf

Þjónustumaður - Kæliþjónusta, Þorlákshöfn

KAPP óskar eftir að ráða vélvirkja, vélfræðing eða rafvirkja á þjónustusvið félagsins í starfsstöð fyrirtækissins í Þorlákshöfn. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf. KAPP er tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, vélasmíði, innflutningi og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. KAPP framleiðir krapakerfi, forkæla, frysta, sprautusöltunarvélar og ýmsar aðrar lausnir fyrir sjávarútveg og annan iðnað.

Félagið rekur öflugt renni-, stál-, véla-, rafmagns- og kæliverkstæði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn viðhaldsþjónusta og fyrirbyggjandi viðhald á tæknibúnaði á verkstæði félagssins í Þolákshöfn
  • Almenn viðhaldsþjónusta og fyrirbyggjandi viðhald á tæknibúnaði hjá viðskiptavinum
  • Uppsetning á búnaði og lausnum KAPP hjá viðskiptavinum
  • Eftirlit með kælibúnaði viðskiptavina
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Vélfræðingur, vélstjóri, vélvirki eða rafvirki, sveinspróf er æskilegt
  • Geta til þess að ferðast innanlands sem og erlendis
  • Þekking og reynsla af viðhaldsþjónustu og uppsetningum á vélakerfum og kælibúnaði
  • Góð þjónustulund og jákvæðni
  • Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Geta unnið undir álagi og reynsla af fjölbreyttu starfi kostur
Auglýsing birt12. september 2025
Umsóknarfrestur23. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Turnahvarf 8, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.RafvirkjunPathCreated with Sketch.SveinsprófPathCreated with Sketch.Vélvirkjun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar