Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Læknir á hjúkrunarheimilisdeild Eirar og Skjóls

Hefur þú á áhuga á hlutastarfi með sveigjanlegum vinnutíma og vaktabyrði eftir samkomulagi?

Hjúkunarheimilin Skjól og Eir auglýsa eftir læknum til að sinna læknisþjonustu á hjúkrunarheimilunum Eir og Skjóli. Starfið er gefandi og ögrandi fyrir áhugasama að sinna heildrænt hópi eldri einstaklinga með fjölþætt vandamál í teymisvinnu. Markmið heimilanna er að viðhalda og þróa framsækna og framúrskarandi læknisþjónustu fyrir íbúa og aðra skjólstæðinga heimilanna.

Deildir heimilanna eru hver með sinn fasta lækni með vikulegri heimsókn og hver læknir sinnir um 20 íbúum samkvæmt starfslýsingu. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræðiréttindi í heimilis-,lyf- eða öldrunarlækningum en aðrir læknar með góða reynslu koma til greina. Góð samskiptafærni og sjálfstæði í vinnubrögðum er nauðsynleg.

Á Eir er einnig starfsrækt stór endurhæfingardeild sem tekur við sjúklingum beint af landspítalanum til endurhæfingar eftir bráð veikindi og áföll. Þar er einnig möguleiki á stöðugildi.

Einnig eru starfræktar sérhæfðar dagþjálfanir hjá heimilunum sem hafa sinn fasta lækni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greining, meðferð og eftirfylgd íbúa.
  • Reglubundin yfirferð lyfjameðferðar
  • Fjölskyldufundir
  • Virk þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu á deildinni
  • Bakvaktir með síðdegis-, kvöld, nætur og helgarvöktum eftir samkomulagi. Sameiginlegar fyrir hjúkrunarheimilin Eir, Skjól og Hamra. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt lækningaleyfi er skilyrði. Sérfræðiréttindi í heimilis-, lyf eða öldrunarlækningum
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Reynsla af starfi með aldraða og fjölfaglegri teymisvinnu æskileg.
  • Reynsla af samtali um meðferðarmarkmið og þekking á líknar og líflsokameðferð æskileg.
  • Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og góða samskiptafærni
  • Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
Auglýsing birt2. september 2025
Umsóknarfrestur21. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kleppsvegur 64, 104 Reykjavík
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Langatangi 2a, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar