Laxey
Laxey
Laxey

Starfsmaður á fjármálasvið LAXEY ehf.

Starfssvið: Starfsmaður mun vinna að fjölmörgum verkefnum á fjármálasviði við uppbyggingu félagsins.

Helstu verkefni eru:

  • Skráning, vinnsla og frágangur bókhaldsgagna og reikninga í fjárhagskerfi og samþykktarkerfi.
  • Afstemmningar í bókhaldi.
  • Samskipti við skuldunauta, lánadrottna og starfsmenn félagsins.
  • Almennar launavinnslur og útreikningur launa.
  • Utanumhald um vistun bókhaldsgagna og reikninga.
  • Þátttaka í árs-og árshlutauppgjörum.
  • Öflun, greining og miðlun á fjárhagslegum og ófjárhagslegum upplýsingum.
  • Önnur verkefni á fjármálasviði félagsins.

Hæfniskröfur:

  • Æskilegt er að starfsmaður hafi viðeigandi háskólamenntun tengda fjármálum og viðskiptum. Háskólamenntun er ekki skilyrði fyrir starfi, góð starfsreynsla verður metin.
  • Þekking á bókhaldskerfum og móttöku rafrænna skjala er nauðsynleg. Þekking á Business Central (BC) bókhaldskerfinu er kostur.
  • Öguð, skipulögð og nákvæm vinnubrögð.
  • Frumkvæði og drifkraftur.
  • Metnaður fyrir starfinu og uppbyggingu félagsins.
  • Góð samskiptahæfni.

Auglýsing stofnuð19. júní 2024
Umsóknarfrestur3. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Strandvegur 104
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar