Sóltún hjúkrunarheimili
Sóltún hjúkrunarheimili
Sóltún hjúkrunarheimili

Sóltún - Deildarstjóri

Telur þú þig búa yfir leiðtogahæfileikum og hefur einlægan áhuga á að leiða teymi starfsfólks sem hefur það að markmiði að styðja við vellíðan og tryggja öryggi aldraðra?

Sóltún hjúkrunarheimili leitar eftir krafmiklum stjórnanda í stöðu deildarstjóra. Um framtíðarstarf er að ræða í 100% stöðu í dagvinnu.

Deildarstjóri er hluti af stjórnendahópi hjúkrunarheimilisins. Viðkomandi ber faglega ábyrgð, bæði á daglegri starfsemi og starfsfólki og tryggir að öryggis-, gæða- og umbótastarfi sé framfylgt.

Sóltún hefur á að skipa öflugum hópi starfsfólks sem hefur mikinn metnað fyrir lífsgæðum og vellíðan íbúanna. Framundan eru spennandi tímar í uppbyggingu og frekari þróunar á starfseminni. Við bjóðum íþróttastyrk og niðurgreiddan hádegismat.

Sóltún hjúkrunarheimili er rekið af sömu aðilum og Sólvangur hjúkrunarheimili, Sóltún Heima og Sóltún Heilsusetur.

Helstu verkefni og ábyrgð

Stjórnun og rekstur hjúkrunardeildar

Skipulag á störfum starfsfólks í samræmi við þarfir íbúa

Eftirlit og mat á gæðum hjúkrunar

Ráðgjöf og fræðsla til þjónustuþega og aðstandenda

Teymisvinna

Þátttaka í innleiðingu verkefna

Menntunar- og hæfniskröfur

Íslenskt hjúkrunarleyfi

Yfirgripsmikil reynsla af hjúkrun

Reynsla af stjórnun er kostur

Reynsla af notkun Rai mælitækisins er kostur

Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

Sjálfstæði, frumkvæði og faglegur metnaður

Auglýsing birt24. september 2024
Umsóknarfrestur6. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Sóltún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar