Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Hjúkrunarfræðingur á sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða öflugan hjúkrunarfræðing á sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum. Um er að ræða framtíðarstarf á framsæknum vinnustað.

HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.

Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.

Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Um er að ræða afar fjölbreytt, krefjandi starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki. Unnið er á þrískiptum vöktum
  • Mikið er lagt upp úr góðri þverfaglegri samvinnu þar sem fagmennska, umhyggja og virðing fyrir skjólstæðingum og fjölskyldu þeirra er höfð að leiðarljósi
  • Deildin er blönduð deild sem nær yfir hjúkrun flestra sjúklingahópa, þar af eru 8 hjúkrunarrými
  • Á sjúkradeildinni er einnig dagdeild lyfjagjafa
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hjúkrunarnám frá viðurkenndri menntastofnun
  • Starfsleyfi landlæknis
  • Fjölbreytt starfsreynsla æskileg
  • Frumkvæði, áreiðanleiki, jákvæðni og árangursmiðað viðhorf
Auglýsing birt23. september 2024
Umsóknarfrestur3. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Sólhlíð 3, 900 Vestmannaeyjar
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar