Aflið
Aflið
Aflið

Ráðgjafastaða hjá Aflinu (verktaki)

Aflið, samtök fyrir þolendur ofbeldis, leita nú að ráðgjafa. Ráðgjafar Aflsins veita ráðgjöf og stuðning til þolenda ofbeldis og aðstandenda þeirra og byggjum við á áfalla- og þolendamiðaðri nálgun.


Ráðgjafar Aflsins eru allir verktakar, Aflið getur þess vegna ekki tryggt ákveðið starfshlutfall eða ákveðinn fjölda vinnustunda í hverri viku. Vinnutíminn er engu að síður sveigjanlegur og geta ráðgjafar stjórnað vinnutíma sínum að miklu leiti.

Eingöngu fólk með háskólamenntun sem nýtist í starfi kemur til greina.

Við erum að leitast eftir ráðgjafa sem getur tekið vikuleg viðtöl á Akureyri. Ráðgjafinn gæti einnig þurft að sinna fjarviðtölum en meginstarfsstöð ráðgjafans þarf að vera á Akureyri.



Aflið hvetur öll kyn til þess að sækja um starfið.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starf ráðgjafa er að sinna einkaviðtölum en ráðgjafi þarf einnig að sitja reglulega ráðgjafafundi með öðrum ráðgjöfum ásamt því að sækja einkahandleiðslu. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af ráðgjöf
  • Þekking á áfalla- og þolendamiðaðri nálgun
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Áreiðanleiki
  • Hrein sakakrá
Fríðindi í starfi

Aflið borgar handleiðslu fyrir ráðgjafa á meðan þeir sinna ráðgjöf hjá Aflinu. 

Auglýsing birt27. september 2024
Umsóknarfrestur18. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Aðalstræti 14, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar