Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Fagstjóri lækninga - Heilsugæslan Efra Breiðholti

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, HH, auglýsir laust til umsóknar starf fagstjóra lækninga við Heilsugæsluna Efra Breiðholti. Fagstjóri lækninga ber ábyrgð á skipulagningu læknisþjónustu. Mikil áhersla er lögð á samvinnu milli fagstétta innan starfsstöðva HH og að þjónustuþarfir skjólstæðinga séu ávallt í fyrirrúmi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði, skipulagshæfileika og samskiptahæfni. Starfshlutfall er 100% og ráðið verður ótímabundið í starfið til frá og með 1. desember nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Á starfsstöðvum HH starfa fagstjóri hjúkrunar og fagstjóri lækninga. Hlutverk fagstjóra er að annast skipulag, verkstjórn og samhæfingu innan fagsviðs í samræmi við stefnu og markmið Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á ráðningartíma mun forstjóri fela öðrum hvorum fagstjóranna að sinna verkefnum við svæðisstjórn samkvæmt gildandi fyrirkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulag, verkstjórn og samhæfing innan fagsviðs með svæðisstjóra, í samræmi við stefnu og markmið Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Er svæðisstjóra innan handar við daglegan rekstur stöðvar og er staðgengill hans
  • Innleiðir nýjungar og vinnur að breytingum á starfsemi til hagsbóta fyrir skjólstæðinga stöðvar
  • Tekur þátt í gerð, innleiðingu og notkun klínískra leiðbeininga
  • Stuðlar að góðri vinnustaðamenningu
  • Tekur þátt í vísinda-, þróunar- og gæðastarfi
  • Hefur umsjón með sérnámslæknum stöðvar, veitir fræðslu til nema, nýliða og starfsmanna fagsviðs í samvinnu við aðra starfsmenn stöðvar
  • Er faglegur yfirmaður á sínu sviði og sinnir klínísku starfi samhliða
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sérfræðingur í heimilislækningum
  • Reynsla af starfi í heilsugæslu skilyrði
  • Þekking, reynsla og hæfni á sviði stjórnunar
  • Nám í stjórnun er æskilegt
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Leiðtogahæfni og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
  • Reynsla af rekstri innan heilbrigðisþjónustu æskileg
  • Reynsla af og áhugi á teymisvinnu
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
Auglýsing birt20. september 2024
Umsóknarfrestur14. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hraunberg 6, 111 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.LæknirPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar