Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Skrifstofustjóri í Tölvunarfræðideild

Háskólinn í Reykjavík leitar að skrifstofustjóra í Tölvunarfræðideild. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og er unnið í nánu samstarfi við deildarforseta, starfsfólk skrifstofu, kennara, og stoðdeildir skólans.

Megin starfsvið skrifstofustjóra er að hafa yfirumsjón með verkefnum skrifstofu og skipulagi. Auk skrifstofustjóra starfa þrír verkefnastjórar á skrifstofu tölvunarfræðideildar.

STARFSSVIÐ

  • Aðstoðar deildarforseta við rekstur deildarinnar
  • Yfirsýn yfir starf deildarinnar, áætlanir og markmið
  • Yfirumsjón verkefna skrifstofu og umsjón viðburða
  • Aðstoð við gerð fjárhagsáætlana og eftirfylgni
  • Þátttaka í þróunarverkefnum, gæðastarfi og uppbyggingu deildarinnar
  • Umsjón vefsvæða, skjölunar og skráningar í viðkomandi kerfi
  • Aðstoð til nemenda og sérstaklega erlendra nemenda sem eru að fóta sig í íslensku samfélagi
  • Innri upplýsingagjöf um starf deildarinnar í samstarfi við deildarforseta

HÆFNISKRÖFUR

  • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af rekstri og fjármálum er mikill kostur
  • Rík þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Mikil skipulagshæfni og frumkvæði í starfi
  • Góð tölvukunnátta nauðsynleg
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í tali og rituðu máli
  • Sterk leiðtogahæfni og sjálfstæði í vinnu

Skrifstofustjóri ber hag nemenda, kennara og starf deildarinnar fyrir brjósti sér og brennur fyrir því að veita framúrskarandi þjónustu og að skapa jákvætt starfsumhverfi.

Umsóknarfrestur er til 3. desember og skal umsóknum skilað á vef Háskólans í Reykjavík.

Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Fyrir frekari upplýsingar er áhugasömum boðið að hafa samband við Henning Úlfarsson ([email protected]) eða mannauðsdeild ([email protected]).

Auglýsing birt19. nóvember 2025
Umsóknarfrestur3. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar