
MAGNA Lögmenn
MAGNA býður upp á alhliða lögfræðiþjónustu. Grundvallarstefna stofunnar er að veita ávallt gæðaþjónustu þar sem áhersla er lögð á hraða, árangursríka afgreiðslu og sérhæfingu til að fullnægja sívaxandi kröfum. Hjá MAGNA starfar fjöldi lögmanna og lögfræðinga með sérfræðiþekkingu á ýmsum réttarsviðum, auk góðs teymis skrifstofufólks. Nánari upplýsingar um MAGNA má finna á heimasíðu fyrirtækisins www.magna.is.
Fjölbreytt skrifstofustarf
MAGNA lögmannsstofa óskar eftir að ráða jákvæðan og skipulagðan einstakling í fjölbreytt skrifstofustarf. Starfið felur í sér hefðbundin skrifstofustörf, auk almennrar aðstoðar við lögmenn stofunnar.
Viðkomandi þarf að búa yfir góðri samskiptahæfni, þjónustulund og nákvæmni auk þess að hafa góða hæfni í tölvuvinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Aðstoð við gerð dómsskjala og skjalavinnslu.
- Almenn bókhaldstengd verkefni og gjaldkerastörf.
- Umsjón með innkaupum og birgðahaldi.
- Samskipti við þjónustuaðila og birgja.
- Skipulagning funda, veitinga og annarra viðburða á vegum stofunnar.
- Símsvörun, móttaka gesta, og almenn samskipti við viðskiptavini.
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sambærilegu starfi á skrifstofu er æskileg.
- Góð tölvukunnátta, sérstaklega í Microsoft Office og rafrænum vinnukerfum.
- Skipulagshæfni, áreiðanleiki og sjálfstæð vinnubrögð.
- Framúrskarandi þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Jákvætt viðmót og fagleg framkoma.
- Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
Auglýsing birt20. nóvember 2025
Umsóknarfrestur8. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiFrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í starfsmenntamálum
Efling stéttarfélag

Bókari á fjármálasviði
Avis og Budget

Sérfræðingur í kjara og réttindamálum
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Starf á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands KKÍ
Körfuknattleikssamband Íslands

Byggiðn - Félag byggingamanna auglýsir eftir reyndum kjarafulltrúa á skrifstofu félagsins
Byggiðn- Félag byggingamanna

Verkefnastjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík

Skrifstofustjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík

Lögfræðingur.
Norðdahl, Narfi & Silva

Fulltrúi á skrifstofu
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

Starfskraftur afgreiðslu á Höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf

Heilsugæsluritari - Heilsugæslan Glæsibæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Uppbyggingarhlutverk á Vopnafirði
Ungmennafélagið Einherji