
Efling stéttarfélag
Skrifstofa Eflingar starfar í þágu félagsfólks Eflingar stéttarfélags. Vinnustaðurinn er nútímalegur og framsækinn, þar sem virðing og fagmennska eru í fyrirrúmi. Á skrifstofunni starfa um 30 manns með fjölbreyttan bakgrunn og þekkingu.
Efling var stofnað árið 1998 og er eitt stærsta stéttarfélagið á landinu. Í dag eru félagsmenn um 28.000 og stór hluti félagsmanna er af erlendu bergi brotinn. Efling stéttarfélag gerir aðalkjarasamninga fyrir störf verkafólks og störf í þjónustu ríkis og sveitarfélaga.
Sérfræðingur í starfsmenntamálum
Efling leitar að öflugum sérfræðingi til að sinna starfsmenntamálum félagsins.
Um er að ræða nýtt og spennandi starf hjá félaginu en viðkomandi mun vera í lykilhlutverki í að byggja upp þjónustu og umsjón varðandi starfsmenntamál og símenntun félagsfólks.
Helstu verkefni:
- Ráðgjafi félagsins í málum sem snerta allar hliðar starfsmenntamála, símenntunar og fræðslumála.
- Samskipti og samningagerð við fræðsluaðila sem eiga í samstarfi við Eflingu um fagnámskeið og námsbrautir.
- Gæðaeftirlit og þróun á námsframboði.
- Gæðaeftirlit og þróun á fræðslustyrkjum Eflingar og launagreiðenda.
- Seta í starfshópum, stjórnum og nefndum varðandi starfsmenntamál fyrir hönd Eflingar.
- Þátttaka í stefnumótun, samstarfi og þróun er varðar helstu stoðir starfsmenntamála á almenna vinnumarkaðinum, nánar tiltekið: raunfærnimat, hæfnigreiningar, starfaprófílar, námskrár og fagbréf.
- Yfirumsjón með gerð fræðslu- og kynningarefnis fyrir félagsfólk vegna starfsmenntamála.
- Reglulegar kynningar hjá stjórn Eflingar, hjá samstarfsfólki og félagsfólki Eflingar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Reynsla af starfsmenntamálum, símenntun og/eða skipulögðu fræðslustarfi aðila vinnumarkaðarins.
- Háskólapróf sem nýtist í starfi. Kostur ef á sviði menntavísinda, nánar tiltekið starfsmenntamála, fullorðinsfræðslu eða símenntunar.
- Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í starfi.
- Reynsla af verkefnastjórn er kostur.
- Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð.
- Góð samskiptahæfni.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með 3. desember nk.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Nánari upplýsingar veita Garðar Ó. Ágústsson ([email protected]) og Jensína K. Böðvarsdóttir, ([email protected]) hjá Vinnvinn.
Auglýsing birt20. nóvember 2025
Umsóknarfrestur3. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Spennandi tækifæri hjá Landhelgisgæslunni í Fjallabyggð
Landhelgisgæsla Íslands

Verkefnastjóri atvinnuuppbyggingar
Norðurþing

Bókari á fjármálasviði
Avis og Budget

Hópstjóri á verkstæði
Hekla

Sérfræðingur í kjara og réttindamálum
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Starf á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands KKÍ
Körfuknattleikssamband Íslands

Fjölbreytt skrifstofustarf
MAGNA Lögmenn

Verkefnisstjóri - Iðnaðarsvið
Verkís

Byggiðn - Félag byggingamanna auglýsir eftir reyndum kjarafulltrúa á skrifstofu félagsins
Byggiðn- Félag byggingamanna

Verkefnastjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík

Skrifstofustjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík

Lögfræðingur.
Norðdahl, Narfi & Silva