
Sérfræðingur í kjara og réttindamálum
Starfslýsing sérfræðings í kjara- og réttindamálum
Landssamband slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna (LSS) leitar eftir að ráða sérfræðing í kjara- og réttindamálum til starfa á skrifstofu félagsins í Reykjavík. Leitað er eftir áhugasömum einstakling með jákvætt viðmót og góða þjónustulund sem er tilbúin að leysa úr krefjandi verkefnum á sviði kjaramála. Hjá LSS eru 2 stöðugildi í fullu starfi og því þörf á skipulögðum og drífandi einstakling sem er fær um að vinna þau verkefni sem til falla. Sérfræðingur í kjara- og réttindamálum starfar skv. skipuriti LSS og starfar þannig náið með stjórn LSS.
- Vinna við úrvinnslu réttindamála félagsmanna LSS
- Þátttaka í samningagerð kjarasamninga sem LSS á aðild að.
- Þáttaka í gerð stofnanasamninga sem LSS á aðild að.
- Vinna innan samstarfsnefnda LSS sem starfsmaður er tilnefndur í.
- Vinna innan nefnda BSRB sem LSS tilnefnir starfsmann í.
- Vinna innan sjóða LSS sem starfsmaður er tilnefndur í.
- Samskipti við félagsmenn og rekstraraðila
- Móttaka gagna, skráning upplýsinga og skjalavarsla
- Gerð starfs- og fjárhagsáætlunar í samstarfi við stjórn
- Aðstoð við málefni fagdeilda
- Aðstoð við skipulagning funda stjórnar, aðalfundar og þings LSS.
- Aðstoð við gerð ársskýrslu
- Aðstoð við ritun fagrits LSS
- Þátttaka í öðrum verkefnum og viðburðum félagsins
- Símsvörun, svörun fyrirspurna og móttaka félagsfólks
- Umsjón með heimasíðu - ásamt starfsfólki skrifstofu
- Önnur verkefni sem til falla á skrifstofu LSS
· Háskólamenntun sem nýtist í starfi
· Þekking og reynsla á kjarasmaningum og kjarasamningagerð
· Þekking á starfsemi opinberra stofnana hjá ríki og sveitarfélögum
· Metnaður, frumkvæði og skipulagshæfni
· Góð tölvukunnátta
· Jákvætt viðmót og góð samskiptafærni
· Færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Íslenska
Enska










