
Háskólinn í Reykjavík
Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi.
Stefna Háskólans í Reykjavík er að vera öflugur kennslu- og rannsóknaháskóli með áherslu á tækni og samfélag.
Kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík er kennsla og rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, þar sem áhersla er lögð á þverfagleika, alþjóðleg viðmið, nýsköpun og faglega þjónustu. Starfsemin mótast af persónulegum tengslum og virðingu fyrir samfélagi og umhverfi.

Akademísk staða í Viðskipta-og hagfræðideild
Viðskipta-og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) auglýsir eftir kennara á sviði stjórnunar. Ráðið verður í stöðu lektors, dósents eða prófessors og verður starfsheiti ákvarðað út frá formlegu hæfnismati. Reiknað er með að umsækjandi komi til starfa á fyrri hluta árs 2026, í síðasta lagi í ágúst 2026.
STARFSSVIÐ
- Rannsóknir á sviði stjórnunar og tengdra sviða.
- Kennsla í stjórnunarnámskeiðum og aðferðafræði í grunnnámi og meistaranámi.
- Leiðsögn lokaverkefna nemenda í grunnnámi og framhaldsnámi.
- Þátttaka í stjórnsýslu deildarinnar, þar með talin þróun á námslínum og námsframboði.
HÆFNISKRÖFUR
- Doktorspróf í stjórnun eða tengdum greinum.
- Færni og reynsla af rannsóknarstörfum staðfest af birtum ritverkum á viðurkenndum alþjóðlegum vettvangi.
- Reynsla af háskólakennslu og metnaður í þróun kennsluaðferða.
- Framúrskarandi enskukunnátta er skilyrði.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
- Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu.
Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík eigi síðar en 15. desember. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:
- Umsóknarbréf þar sem fram kemur hvort umsækjandi sækir um starf lektors, dósents eða prófessors.
- Starfsferilskrá ásamt ritaskrá.
- Afrit af viðeigandi prófskírteinum.
- Yfirlit um fyrirhugaðar rannsóknir (e. research statement).
- Afrit af þremur til fimm birtum ritverkum.
- Yfirlit um fyrirhugaða kennslu og nálgun umsækjanda í kennslu (e. teaching statement).
- Gögn til vitnis um árangur í kennslu.
- Aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill koma á framfæri og geta stutt umsóknina.
Nánari upplýsingar veita dr. Katrín Ólafsdóttir ([email protected]) forseti viðskipta- og hagfræðideildar og mannauðssvið HR ([email protected]). Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Auglýsing birt23. október 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (9)

Jarðfræðingur á rannsóknarstofu óskast
Fossvélar

Svæðisstjóri Norðursvæðis
Vegagerðin

Þróun starfstengdrar íslenskufræðslu fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

Director Line Maintenance
Air Atlanta Icelandic

Origo leitar að sérfræðingi í gæðastjórnun
Origo ehf.

Reiðkennari við Háskólann á Hólum
Háskólinn á Hólum

Forstöðumaður Stafrænnar heilsu, þróunar- og þjónustumiðstöðvar
Heilbrigðisráðuneytið

Site Supervisor
Stolt Sea Farm

Vice President, Customer Experience (Global)
Nox Medical