Maven ehf.
Maven ehf.
Maven ehf.

Skrifstofustjóri

Maven ehf. er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni með áherslu á mikilvægi gagna í rekstri fyrirtækja. Við vinnum í því að framtíðarvæða gagna- og tækniumhverfi okkar viðskiptavina.

Fyrirtækið er á spennandi tíma og við leitum að hvetjandi og skipulögðum skrifstofustjóra til að sjá um starfsemi skrifstofunnar, styðja teymið og viðhalda jákvæðu og afkastamiklu vinnuumhverfi.

Skrifstofustjóri mun vinna með öðrum stjórnendum félagsins til að styðja vaxandi teymi sérfræðinga og viðhalda jákvæðu og afkastamiklu vinnuumhverfi. Þ.m.t. innkaup og umsjón með skrifstofunni og ýmis fjölbreytt verkefni sem tengjast velferð starfsfólks. Skrifstofustjóri mun einnig bera ábyrgð á að skapa rétta menningu á vinnustaðnum og sjá um skipulagningu og framkvæmd viðburða og hópeflis.

Okkar markmið er að skapa þekkingu .. úr gögnum .. með tækni .. sem heild!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á rekstri skrifstofanna, þ.m.t. skipulag daglegrar starfsemi
  • Ábyrgð á launaútreikningum og útborgun launa
  • Ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd viðburða og hópeflis
  • Umsýsla mannauðsmála í samvinnu við mannauðsstjóra
  • Mánaðarlegt uppgjör Maven og tengdra félaga
  • Skipulagning fræðslu, starfsþjálfunar og námskeiða
  • Stuðningur og upplýsingagjöf til starfsmanna og stjórnenda
  • Umbótastarf í samvinnu við aðra stjórnendur
  • Önnur tilfallandi verkefni er snúa að menningu á vinnustaðnum og að hlutir ganga vel fyrir sig
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Lausnamiðað viðhorf, þjónustulund og sveigjanleiki
  • Rík samskiptafærni, nákvæm og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta sem og góð færni í ensku
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Jákvætt og hvetjandi viðmót
Fríðindi í starfi
  • Árlegur tækjastyrkur
  • Árlegur íþróttastyrkur
  • Millimál og góður hádegismatur
  • Virk skemmtinefnd sem stendur fyrir reglulegum viðburðum
  • Fjölskylduvænn vinnustaður með sveigjanlegum vinnutíma
  • Fjarvinna eins og þörf er á
Auglýsing stofnuð14. júní 2024
Umsóknarfrestur24. júní 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfstemmingPathCreated with Sketch.AgilePathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FacebookPathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GjaldkeriPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.InstagramPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LaunavinnslaPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.MannauðsstjórnunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Microsoft OutlookPathCreated with Sketch.Microsoft PowerPointPathCreated with Sketch.Microsoft WordPathCreated with Sketch.NýjungagirniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.PaydayPathCreated with Sketch.ReikningagerðPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StarfsmannahaldPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.UppgjörPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.ViðburðastjórnunPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar