

Skrifstofustarf í Tryggingastofnun
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum auglýsir laust til umsóknar skrifstofustarf á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ.
Um er að ræða heilt stöðugildi og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.
Embætti sýslumannsins á Suðurnesjum er framsækin stjórnsýslu- og þjónustustofnun. Áherslur vinnustaðarins byggja á góðri og faglegri þjónustu, skilvirku verklagi og öflugri liðsheild.
Umsóknir þurfa að vera á íslensku.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi og hentar öllum kynjum. Það snýr einkum að verkefnum á sviði Tryggingastofnunar og Sjúkratrygginga og felur í sér almenna afgreiðslu og leiðbeiningar til viðskiptavina á staðnum, í síma og í tölvupósti. Starfsmaður þarf að geta unnið sjálfstætt og undir álagi, búa yfir víðsýni og hafa framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
• Hreint sakavottorð.
• Góð almenn tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér tækninýjungar.
• Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti og gott vald á ensku og/eða öðru erlendu máli.
• Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Jákvæðni, traust og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Sveigjanleiki og lausnamiðuð nálgun.
• Auga fyrir smáatriðum, öguð og skilvirk vinnubrögð.
• Geti unnið undir álagi.
• Stundvísi.
Íslenska
Enska










