
Skólamatur
Skólamatur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á hollum og ferskum mat, elduðum frá grunni fyrir leik- og grunnskóla.
Skólamatur ehf. var stofnað í janúar 2007. Fyrirtækið er í eigu Axels Jónssonar matreiðslumeistara sem hefur áratuga reynslu af alhliða veitingarekstri.
Hjá Skólamat starfa um 200 starfsmenn. Starfsmannavelta fyrirtækisins er lág og starfsaldur hár. Rúmlega helmingur núverandi starfsmanna hefur unnið í 5 ár eða lengur hjá fyrirtækinu.
Skólamatur leggur áherslu á að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem hæfileikar, þekking og reynsla hvers starfsmanns fær að njóta sín. Við leggjum áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.
Markmið Skólamatar er að ráða, efla og halda hæfu og reynslumiklu starfsfólki.
Gildi Skólamatar eru: Jákvæðni, fjölskylda og virðing.

Launafulltrúi
Skólamatur ehf óskar eftir að ráða launafulltrúa í hlutastarf.
Starfsstöð er á Iðavöllum 1A í Reykjanesbæ.
Um er að ræða tímabundið starf til janúar 2027 með möguleika á fastráðningu í framhaldi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Launavinnsla og frágangur launa
- Umsjón og eftirfylgni með skráningum í tímaskráningarkerfi
- Skil á lífeyri, stéttarfélagsgjöldum og öðrum gjöldum
- Upplýsingagjöf til starfsfólks um launa- og kjaramál
- Gerð leiðbeininga og fræðsluefnis tengt launamálum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Viðskiptamenntun kostur
- Þekking á launakerfinu Kjarna skilyrði
- Þekking á tímaskráningakerfinu Tímon
- Góð almenn tölvukunnátta og færni í excel
- Þekking og reynsla af launavinnslu og kjaramálum
- Góð samskiptahæfni og þjónustulund
- Nákvæm og öguð vinnubrögð
- Sjálfstæði og frumkvæði
- Talnagleggni
Fríðindi í starfi
- Íþróttastyrkur
- Samgöngustyrkur
- Fjölskylduvænn vinnustaður
Auglýsing birt22. janúar 2026
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Iðavellir 1, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniKjarniLaunavinnslaMannleg samskiptiNákvæmniSamskipti í símaSamskipti með tölvupóstiSveigjanleikiUppgjör
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Þjónustufulltrúi
Póstdreifing ehf.

Skrifstofustarf í móttöku - sumarstarf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Verkefnastjóri fjármála og rekstrar
Menningarfélag Akureyrar

Bókari - Flügger Iceland
Flügger Litir

Sumarstarfsfólk í Seðlaver RB
Reiknistofa bankanna

Landamæraverðir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Sumarstörf hjá Verði
Vörður tryggingar

Sumarstörf á landsbyggðinni
Arion banki

Viðskiptastjóri í útflutningsdeild
Smyril Line Ísland ehf.

Sumarstörf á höfuðborgarsvæðinu
Arion banki

Skrifstofustarf hjá flutningafyrirtæki
Fraktlausnir ehf

SKRIFSTOFUUMSJÓN (Office Coordinator)
atNorth