

Bókari
Garðheimar óska eftir jákvæðum og skipulögðum bókara til að slást í hópinn. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni á fjármálasviði.
Um er að ræða 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.
-
Færsla og afstemning bókhalds.
-
Móttaka og skráning reikninga.
-
Reikningagerð, innheimta og eftirfylgni.
-
Greiðsla innlendra reikninga.
-
Ýmis uppgjör.
-
Stuðningur við mánaðaruppgjör og ársuppgjör.
-
Innkaup á skrifstofuvörum.
-
Þátttaka í innleiðingu nýs bókhaldskerfis.
-
Önnur tilfallandi verkefni í samráði við fjármálastjóra.
-
Menntun sem nýtist í starfi.
-
Reynsla af bókhaldi.
-
Þekking á Opus Alt og Business Central er kostur.
-
Góð íslenskukunnátta.
-
Sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum.
-
Góð þjónustulund og jákvætt viðhorf.
-
Áhugi á starfsemi Garðheima mikill kostur.
Íslenska
Enska










