SÁÁ
SÁÁ
SÁÁ

Sjúkraliði óskast til starfa hjá SÁÁ

Laus er til umsóknar staða sjúkraliða við Sjúkrahúsið Vog að Stórhöfða 45.

Hjúkrunarvakt á sjúkrahúsinu Vogi sinnir skjólstæðingum í afeitrun og inniliggjandi meðferð. Unnið er í þverfaglegu teymi og áhersla er lögð á góðan starfsanda og stöðugar umbætur.

Í boði eru fjölbreytt tækifæri til að vaxa í starfi með þátttöku í bæði inniliggjandi og göngudeildar þjónustu SÁÁ. Boðið er upp á þjálfun í áhugahvetjandi samtali (Motivational interviewing). Sjúkraliðar eru virkir þátttakendur í mótun framtíðarsýnar og eflingu hjúkrunar innan SÁÁ þar sem lögð er áhersla á gæði og árangur þjónustunnar.

Kjör fara eftir kjarasamningi SFV og Sjúkraliðafélags Íslands. Umsókn þarf að fylgja náms – og starfsferlisskrá ásamt afriti af starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta og hjúkrunarmeðferð sjúklinga á legudeild Vogs
  • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu, fræðslu og sálfélagslegri meðferð
  • Þróun þjónustu á þverfaglegum grunni
  • Þátttaka í umbóta- og gæðaverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Réttindi til að starfa sem sjúkraliði á Íslandi
  • Áhugi á meðferð áfengis – og vímuefnasjúklinga og vilji til að starfa í þverfaglegu teymi
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð.  Áhugi á að þróa hlutverk sjúkraliðar innan þessa málaflokks
  • Áhugi og þekking á skaðaminnkandi hugmyndafræði kostur.
  • Sveigjanleiki og hæfni til að aðlaga þjónustu að fjölbreyttum þörfum notenda
Fríðindi í starfi

Sveigjanlegur vinnutími

Auglýsing birt26. september 2024
Umsóknarfrestur10. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Stórhöfði 45, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Sjúkraliði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar