SÁÁ
SÁÁ
SÁÁ

Fagstjóri hjúkrunar hjá SÁÁ

Staða fagstjóra hjúkrunar hjá SÁÁ er laus til umsóknar. Um er að ræða nýtt starf.

SÁÁ er leiðandi í heilbrigðisþjónustu við fólk með fíknsjúkdóma og fjölskyldur þeirra og býður heildstæða meðferð yfir lengri tíma. Frábært tækifæri til að leiða mótun framtíðarsýnar og eflingu hjúkrunar innan SÁÁ með áherslu á gæði og árangur þjónustunnar.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, í fullu starfi.

Hjúkrunarvakt á sjúkrahúsinu Vogi sinnir sjúklingum í afeitrun og inniliggjandi meðferð auk lyfjameðferðar við ópíóíðafíkn í göngudeild. Unnið er í þverfaglegu teymi þar sem verið er að sinna fjölþættum vanda fólks og veitt er gagnreynd, einstaklings – og áfallamiðuð fíknimeðferð. Áhersla er lögð á góðan starfsanda og stöðugar umbætur. SÁÁ býður margvisleg tækifæri til að dýpka þekkingu sína á hjúkrun fólks með fíknsjúkdóm, eins og þjálfun og handleiðslu í áhugahvetjandi samtali og þverfaglega samvinnu með metnaðarfullu starfsfólki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórna, skipuleggja og veita hjúkrunarþjónustu í samræmi við stefnu SÁÁ og lög um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012.
  • Er tengiliður forstjóra við starfsemi og aðra heilbrigðisstarfsmenn á hjúkrunarsviði og starfar í umboði hans.
  • Fagstjóri ber ábyrgð á hjúkrun í meðferð og þjónustu á hjúkrunarsviði og er leiðandi í mótun hennar.
  • Fagstjóri hefur yfirsýn og umsjón með daglegum störfum starfsmanna á hjúkrunarsviði SÁÁ og skipuleggur og samhæfir verkefni þeirra.
  • Fagstjóri skipuleggur og tekur þátt í gæða – og umbótastarfi, þjálfun starfsmanna og fræðslustarfi eins og við á.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hjúkrunarleyfi á Íslandi
  • Framhaldsnám sem nýtist í starfi er æskilegt
  • Reynsla af meðferðarstarfi og færni til að sinna fólki með fíknisjúkdóm og aðstandendum þeirra 
  • Þekking og áhugi á skaðaminnkandi hugmyndafræði
  • Framúrskarandi færni í samskiptum og teymisvinnu 
  • Faglegur metnaður, jákvætt hugarfar, frumkvæði og færni til að vinna sjálfstætt 
  • Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð 
  • Góð íslenskukunnátta bæði í mæltu og rituðu máli 
  • Góð almenn tölvukunnátta
Fríðindi í starfi

Sveigjanlegur vinnutími

Auglýsing birt5. september 2024
Umsóknarfrestur1. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Stórhöfði 45, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hjúkrunarfræðingur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar