Ás styrktarfélag
Ás styrktarfélag er sjálfseignarstofnun með þjónustu við fatlað fólk og hefur í gegnum árin komið á fót umfangsmiklum rekstri. Þá hefur félagið notið velvilja og hafa einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki átt drjúgan þátt í að styðja félagið til vaxtar.
Í dag veitir Ás styrktarfélag hátt á fjórða hundrað manns þjónustu í formi búsetu, dagþjónustu og vinnu. Starfsmenn félagsins eru rúmlega 430 í tæplega 300 stöðugildum.
Stuðningsfulltrúi í Vinnu og virkni
Ás styrktarfélag veitir fólki með fötlun fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu. Starfsmenn í vinnu og virkni taka þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í samvinnu við góðan starfsmannahóp í sveigjanlegu og skemmtilegu vinnuumhverfi.
Í Vinnu og virkni eru laus störf stuðningsfulltrúa í dagvinnu.
Vinnustaðirnir eru
- Bjarkarás og Lækjarás í Stjörnugróf 7-9, Reykjavík og
- Ás vinnustofa, Ögurhvarfi 6, Kópavogi.
Óskað er eftir fólki í 100 % starfshlutfall.
Vinnutíminn er á bilinu 8.00-16.30.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veitir starfsmönnum með fötluðum aðstoð og leiðbeinir eftir þörfum varðandi vinnu, umönnun, félagslega þætti, sjálfshjálp og boðskipti
- Setur sig inn í tjáningarform eða sérstakar aðstæður starfsmanna með fötlun
- Leiðbeinir og aðstoðar við persónulegar þarfir
- Fylgir í vinnu og virkni tilboð
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi sveigjanleiki, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Íslenskukunnátta
- Hreint sakavottorð
Auglýsing birt27. september 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Stjörnugróf 9, 108 Reykjavík
Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinnaUmönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöð -Askja
Kringlumýri frístundamiðstöð
Skemmtileg hlutastörf í frístundaheimilum í Árbæ
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)
Skemmtileg hlutastörf í frístundaheimilum í Grafarholti
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)
Skemmtileg hlutastörf í frístundaheimilum í Grafarvogi
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)
Starfsmaður á leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær
Leikskólakennari/-liði eða leiðbeinandi, 50-100% starf
Seltjarnarnesbær
Stuðningur við börn með þroskafrávik
Arnarskóli
AÐSTOÐARMAÐUR ÓSKAST
NPA notendastýrð persónuleg aðstoð
Leikskólakennari - leikskólaliði í Ösp
Leikskólinn Ösp
Ferðaþjónusta fatlaðra Akstur
Teitur
Stuðningsfulltrúi í fjölgreinadeild - Hraunvallaskóli
Hafnarfjarðarbær
Velferðarsvið Garðabæjar óskar eftir að ráða starfsfólk
Garðabær