Tannir tannlæknastofa ehf
Tannir tannlæknastofa ehf

Aðstoðarmaður tannlæknis

Ert þú að leita að gefandi en krefjandi starfi á skemmtilegum vinnustað?

Við leitum að metnaðarfullum og sjálfstæðum starfskrafti sem hikar ekki við að taka ábyrgð og á gott með að vinna með fólki. Hér þarf mikla þjónustulund og skipulagshæfileikar eru mikill kostur í þessu starfi.

Opnunartími stofunnar er 8-16 mánud, miðvikud og fimmtudaga, 8-17 á þriðjudögum og 8-14 á föstudögum.

Um er að ræða fullt starf og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta tannlækna inn við stól
  • Sótthreinsun
  • Yfirsýn yfir innkaup og lagerstöðu
  • Símsvörun
  • Móttaka og afgreiðsla skjólstæðinga
  • Einföld vinna í munnholi eins og myndataka
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf, 20 ára+
  • Tanntækni- eða heilbrigðismenntun eða starfsreynsla af vinnu á tannlæknastofu kostur en ekki skilyrði
  • Vel talandi og skrifandi á íslensku
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð tölvukunnátta
  • Rík þjónustulund - reynsla af þjónustu- eða afgreiðslustörfum
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
Fríðindi í starfi
  • Vinnufatnaður
  • Íþróttastyrkur
Auglýsing birt23. september 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hlíðasmári 14, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar