Norðurál
Norðurál
Norðurál

Sérfræðingur í viðskiptaþróun

Norðurál leitar að öflugum einstaklingi í starf sérfræðings á sviði viðskiptaþróunar til að sinna fjölbreyttum verkefnum mestmegnis tengdum raforkumálum. Hlutverk viðskiptaþróunarsviðs er meðal annars að sjá um raforkusamninga og greina innlenda og erlenda orkumarkaði. Verkefnin eru fjölbreytt, áhugaverð og krefjandi í lifandi starfsumhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og starfsstöðin er í Reykjavík.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Rekstur á raforkusamningum
  • Skýrslugerð og greiningar vegna orkumála eða annarra verkefna
  • Greining markaða, t.d. innlendra og erlendra orkumarkaða og raforkukerfa
  • Stuðningur við samningagerð
  • Stuðningur við hugbúnaðarþróun og gagnavinnslu tengdum orkusamningum
  • Samskipti við fyrirtæki, stofnanir, stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila
  • Framsetning gagna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði verkfræði/tæknifræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Mjög góð kunnátta á Excel
  • Reynsla af greiningum og framsetningu gagna
  • Reynsla úr starfi á orkumarkaði er kostur
  • Reynsla af forritun er kostur
  • Góð samskipta- og skipulagshæfni
  • Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
  • Frumkvæði og jákvæðni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, jafnt í töluðu sem rituðu máli
Auglýsing birt31. janúar 2025
Umsóknarfrestur16. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SkýrslurPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar