Sérfræðingur í innkaupadeild
Norðurál leitar að ábyrgum og metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings innkaupadeildar. Verkefnin eru áhugaverð og krefjandi í lifandi starfsumhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi. Starfið heyrir undir fjármálasvið fyrirtækisins.
· Greining og framsetning gagna
· Umbótavinna
· Eftirfylgni með birgjaábendingum og frávikum
· Þjónustupantanir og skýrslugerð
· Umsjón með birgjamati og lagerstöðu birgja
· Innkaup á vörum og þjónustu
· Samskipti við innlenda og erlenda birgja
· Háskólamenntun sem nýtist í starfi
· Reynsla af innkaupum er kostur
· Góð tölvufærni, reynsla af SAP er kostur
· Færni í mannlegum samskiptum
· Góð greiningar- og skipulagsfærni
· Sterk öryggisvitund og fagleg vinnubrögð