Coca-Cola á Íslandi
Coca-Cola á Íslandi
Coca-Cola á Íslandi

Sumarstörf hjá Coca-Cola á Íslandi 2025

Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður með yfir 80 ára sögu í íslensku samfélagi. Við bjóðum upp á spennandi og líflegan vinnustað þar sem unnið er markvisst að jafnréttismálum, vexti, öryggi og vellíðan starfsfólks.

Við hjá Coca-Cola á Íslandi erum að leita að öflugu og metnaðarfullu fólki til að slást í okkar frábæra hóp í sumar. Aldurstakmark er 18 ára og vinnutíminn er mismunandi eftir störfum. Æskilegt er að sumarstarfsfólk geti unnið frá lok maí til lok ágúst.

Fríðindi í starfi

  • Afsláttur af vörum Coca-Cola og aðrir starfsmannaafslættir
  • Frábært mötuneyti
  • Líkamsrækt
  • Aðgangur að ráðgjafaþjónustu svo sem sálfræði- og félagsráðgjöf að kostnaðarlausu

Hafir þú áhuga á að starfa með okkur í sumar þá endilega sendu okkur umsókn með ferilskrá og kynningarbréfi. Unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast, því hvetjum við áhugasama um að sækja um sem fyrst.

Ráðningarferlið getur tekið mislangan tíma. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Öll sem uppfylla hæfniskröfur auglýstra starfa eru hvött til að sækja um störf, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppruna, kynhneigð, aldri eða fötlun.

Umsóknarfrestur er til 3. mars 2025.

Ert þú ekki viss um að þú uppfyllir hæfniskröfur en hefur brennandi áhuga? Hafðu samband við okkur ef þú ert efins. Nánari upplýsingar veita mannauðsráðgjafar okkar í gegnum netfangið [email protected] en eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef CCEP.

Auglýsing birt31. janúar 2025
Umsóknarfrestur3. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Stuðlaháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar